Fjárhagsleg endurskipulagning

 

STÖÐUMAT

Stöðumat er gott fyrsta skref í fjárhagslegri endurskipulagningu. Stjórn eða stjórnendur fyrirtækis leita þá til fagaðila og óska eftir óháðri úttekt á fjárhagslegri stöðu fyrirtækis eða stofnunar. Við þessar aðstæður getur verið gott að leita út fyrir raðir þeirra sem þegar eru gjörkunnugir rekstri fyrirtækisins, því glöggt er gestsaugað.

 

ENDURSKIPULAGNING EFNAHAGS

Endurskipulagning efnahags getur falið í sér ýmsar aðgerðir. Sem dæmi má nefna sölu eigna eða rekstrareininga, að fá nýja aðila til að bætast í eigendahópinn og leggja félaginu til aukið eigiðfé, sem og samninga við kröfuhafa um skilmálabreytingar eða jafnvel eftirgjöf krafna. Þegar greiningarvinnunni líkur og kostir í stöðunni hafa verið skoðaðar ofaní kjölinn hefst oft á tíðum ferðalag sem reynir á þolgæði, útsjónarsemi og staðfestu. Við komum að fjárhagslegri endurskipulagningu hvort heldur sem er fyrir hönd eigenda eða kröfuhafa.