Fjármögnun

 

Við hjá Centra höfum áralanga reynslu í að greina hvers konar fjármögnun hentar viðskiptavinum best og hvernig best er að „strúktúrera“ slíka fjármögnun. Mikil verðmæti geta falist í því fyrir eigendur að fyrirtækið sé rétt fjármagnað, út frá áhættu, tímalengd og skilmálum fjármögnunarinnar. Þar sem Centra stundar ekki útlánastarfsemi getum við greint þörf og mælt með lausnum, án þess að líta til eigin hagsmuna. Hér að neðan rekjum við nokkrar algengar leiðir við fjármögnun fyrirtækja:
 

Skuldabréfaútgáfa

Centra Fyrirtækjaráðgjöf hefur öll tilskilin leyfi frá FME til að fara í skuldabréfaútboð á Íslandi fyrir viðskiptavini sína og sérfræðingar okkar búa yfir mikilli reynslu í uppbyggingu skuldabréfa út frá þörfum viðskiptavina.
 

Sérhæfðir fjárfestar

Leit að fjárfestum sem hafa reynslu úr viðkomandi atvinnugrein og koma með aukin verðmæti eins og markaðsaðgang eða tæknilega þekkingu, auk fjármuna inn í verkefnið.
 

Hlutafjáraukning

Nýtt hlutafé er oft besti kosturinn til að styrkja fjárhagslega stöðu fyrirtækis eða búa það undir framtíðarvöxt. Centra er vel í stakk búið til að finna nýja fjárfesta inn í hluthafahópinn í gegnum sterkt net fjárfesta hér á landi sem erlendis.
 

Breytanleg skuldabréf

Breytanleg skuldabréf geta verið góður kostur til fjármögnunar í ákveðnum aðstæðum. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að fjárfestir lánar fyrirtækinu í gegnum útgáfu vaxtaberandi skuldabréfs. Fjárfestirinn hefur rétt til að breyta skuldabréfinu yfir í hlutafé (að hluta eða öllu leiti) á fyrirfram ákveðnu gengi á fyrirfram ákveðnu tímabili. Ef rekstur fyrirtækisins gengur vel, þá breytist skuldabréfið í hlutafé, en ef áætlanir ganga ekki eftir, þá getur fjárfestirinn verið í betri stöðu en ella með því að halda skuldabréfinu.