Stjórn Centra

 

STEFÁN ATLI HALLDÓRSSON

Stefán Atli Halldórsson, stjórnarformaður, tók sæti í stjórn félagsins árið 2016. Stefán er fæddur 1949, er rekstrarhagfræðingu með MBA gráðu frá Tuck Business School og starfar í dag sem sjálfstæður ráðgjafi. Stefán hefur víðtæka reynslu af fjármálum og verðbréfaviðskiptum. Hann var framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga um árabil, framkvæmdastjóri Verðbréfaþings Íslands fyrstu starfsár kauphallarinnar og framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings þar áður.

 

Guðbjörg Andrea Jónsdóttir

Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, varaformaður stjórnar, tók sæti í stjórn félagsins í desember 2011. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir er fædd árið 1960. Hún er með PhD próf í félagslegri sálfræði frá London School of Economics and Political Science. Guðbjörg Andrea hefur starfað við rannsóknir í yfir tuttugu ár, fyrst sem sérfræðingur hjá félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og síðar sem forstöðumaður þróunarsviðs á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og rannsóknastjóri hjá Capacent. Hún er nú forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands.


 

HELGA VALDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR

Helga Valdís Guðjónsdóttir, meðstjórnandi, tók sæti í stjórn félagsins í janúar 2017, en var varamaður í stjórn frá 2012. Helga er fædd árið 1969, er rekstrarfræðingur að mennt og starfar í dag sem forstöðumaður Varar sjávarrannsóknarseturs vð Breiðafjörð og sem framkvæmdastjóri Samtaka smærri útgerða. Helga starfaði áður í Sparisjóði Ólafsvíkur sem skrifstofustjóri og síðar sparisjóðsstjóri og útibússtjóri eftir sameiningu við Sparisjóðinn í Keflavík.

 

Eigendur

Centra Fyrirtækjaráðgjöf er að fullu og öllu leyti í eigu starfsmanna og skiptast eignarhlutir sem hér segir:

Bellevue Partners ehf. (í eigu Sigurðar Harðarsonar)   .............................................20%

Bdix ehf. (í eigu Kristjáns Arasonar)   ......................................................................20%

Dittó ehf. (í eigu Karls Þorsteins)   ..........................................................................20%

HB Consulting ehf. (í eigu Hermanns Baldurssonar)   ............................................20%

Svinnur ehf. (í eigu Ingvars Garðarssonar)   .............................................................20%

 

 

Stjórnarhættir

Stjórnarhættir Centra eru aðgengilegir hér.