Þjónusta

 

Starfsmenn Centra hafa víðtæka reynslu af rekstri og fjármálaráðgjöf bæði innanlands og erlendis. Við þekkjum vel til íslenskra fyrirtækja og stofnana, starfsemi þeirra og umhverfis og höfum komið að fjölda verkefna fyrir þau. Við höfum komið víða við í íslensku atvinnulífi, s.s. við kaup og sölu eignarhluta í fyrirtækjum, ráðgjöf við samruna, kaup og sölu fasteignaverkefna, hlutafjársafnanir, skuldabréfaútboð, sérhæfðar álitsgerðir og verðmöt.

Við höfum ríkan skilning á mikilvægi fyrirtækjaráðgjafar við framkvæmd stefnu fyrirtækja, hvort sem markmiðið er að taka yfir nýjan rekstur eða selja eldri, leita nýrra tækifæra eða almennt að auka verðmæti fyrirtækis. Ráðgjöf okkar byggir á samvinnu, heildstæðri stefnumörkun og skilvirkri aðferðafræði sem skilar sér í betri viðskiptaákvörðunum og traustum viðskiptasamböndum

Dæmi um verkefni sem sérfræðingar okkar hafa leitt:

  • Umsjón með útboði skuldabréfa og hlutabréfa
  • Skráning skuldabréfa í kauphöll
  • Hagkvæmniathugun í tengslum við stærri fjárfestingar
  • Ráðgjöf í tengslum við kaup og fjármögnun á íbúðum og verslunarhúsnæði
  • Verðmat á tryggingafélögum
  • Fjárhagsleg endurskipulagning leiðandi fasteignafélaga