Um Centra

 

Centra Fyrirtækjaráðgjöf er óháð fjármálafyrirtæki sem byggir á traustum grunni. Fyrirtækið hefur á að skipa reyndu og öflugu starfsfólki með alþjóðlegan bakgrunn sem er reiðubúið að takast á við flest verkefni á sviði fyrirtækjaráðgjafar, hvort sem um er að ræða fjárhagslega endurskipulagningu, skuldabréfaútgáfu, kaup og sölu rekstrareininga, öflun hlutafjár, verðmat eignarhluta eða önnur verkefni tengd verðbréfum og íslenskum fjármagnsmarkaði. Þá hefur Centra mikla reynslu af verðmati á erlendum félögum og af alþjóðlegum jarðhitaverkefnum.

Centra hefur starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki frá Fjármálaeftirlitinu skv. lögum nr. 161/2002 þar sem heimildir félagsins eru tilgreindar sem hér segir:

  • Móttaka og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga
  • Framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina
  • Fjárfestingarráðgjöf
  • Umsjón með útboði fjármálagjörninga án sölutryggingar
  • Ráðgjöf til fyrirtækja um uppbyggingu eigin fjár, stefnumótun og skyld mál og ráðgjöf og þjónustu varðandi samruna fyrirtækja og kaup á þeim
  • Fjárfestingarrannsóknir og greiningar eða önnur form af ráðleggingum í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga