Verðmat

 

Virðisrýrnunarpróf

Virðisrýrnunarpróf eru unnin skv. ákvæðum alþjóðlegra reikningsskilastðala í tengslum við endurskoðun stærri fyrirtækja. Árlega ber að beita virðisrýrnunarprófum til að staðfesta að ekki sé ástæða til virðisrýrnunar viðskiptavildar, en jafnframt getur verið eðlilegt að vinna virðisrýrnunarpróf fyrir aðrar eignir, s.s. ákveðna rekstrarfjármuni, ef vísbendingar eru um að virði viðkomandi eigna hafi rýrnað.

 

Óháð verðmöt

Centra hefur unnið mikinn fjölda verðmata. Við metum rekstrarvirði fyrirtækja, skoðum hvort fyrir hendi séu eignir utan rekstrar og greinum síðan hvernig virðið skiptist á milli þeirra aðila sem eiga kröfur á eða eignarhlut í fyrirtækinu. Slík greining getur í sumum tilvikum verið flókin og jafnvel leitt í ljós veikleiga í fjárhagslegri uppbyggingu fyrirtækis. Að öllu jöfnu er verðmatið unnið út frá 2-4 mismunandi aðferðum, svo sem núvirtu greiðsluflæði og kennitölu samanburði við svipuð fyrirtæki og tekið mið af nýlegum viðskiptum með hlutafé í sambærilegum rekstri.

 

Hagkvæmnisathuganir

Centra hefur mikla reynslu af vinnslu hagkvæmniathugana, einkum á sviði endurnýjanlegrar orku, svo sem vatnsfalls- og jarðvarmavirkjana.  Þá hefur Centra einnig komið að gerð hagkvæmniathugana fyrir ýmsa framleiðslu og stærri fasteignaverkefni. 

 

Hlutlaus álit (fairness opinions)

Sem óháð fjármálafyrirtæki, getum við gefið álit okkar á fjármálagjörningum og/eða forsendum slíkra gjörninga.