hagsmunaárekstraR og Kvartanir
Centra Fyrirtækjaráðgjöf hf. er verðbréfafyrirtæki sem leggu áherslu á að veita faglega ráðgjöf til viðskiptavina. Í starfsemi Centra má gera ráð fyrir að upp komi aðstæður sem leiða til eiginlegra eða hugsanlegra hagsmunaárekstra hvort sem er á milli Centra og viðskiptavina félagsins eða á milli viðskiptavina Centra innbyrðis Centra starfrækir og viðheldur eftirlitskerfi sem hefur það hlutverk að gera allar viðhlítandi ráðstafanir til að greina og bregðast við hagsmunaárekstrum.
Hér má sækja PDF skjal með stefnu Centra Fyrirtækjaráðgjafar hf.
Stefna Centra Fyrirtækjaráðgjafar hf. um hagsmunaárekstra
Ef viðskiptavinur vill bera upp kvörtun vegna þjónustu Centra af einhverjum ástæðum, má beina henni til félagsins með tölvlupósti á framkvæmdastjóra eða bera hana upp símleiðis eða á fundi. Viðskiptavinur getur jafnframt skotið ágreiningi sem upp hefur komið til Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki og aðra veitendur fjármálaþjónustu, sjá www.nefndir.is.
