KAUP, SALA OG SAMRUNI

 

SALA FYRIRTÆKJA

Við tökum að okkur að hafa umsjón með sölu eignarhluta og fyrirtækja. Við leggjum áherslu á að eigendur ráði för og að fyllsta trúnaðar sé gætt. Söluferli geta verið viðkvæm fyrir eigendur, starfsmenn og viðskiptavini fyrirtækis. Við vinnum sölugögn, veitum ráðgjöf varðandi söluferlið og önnumst samskipti við mögulega fjárfesta. Þá verkstýrum við áreiðanleikakönnunum fyrir hönd seljenda og gætum hagsmuna þeirra við skjalagerð og lokafrágang viðskiptanna.
 

KAUP FYRIRTÆKJA

Kaup á rekstrareiningu eða fyrirtæki krefst vandaðs undirbúnings. Verðmat er einungis fyrsta skrefið. Greining samlegðaráhrifa og annarra tækifæra til að auka virði hins keypta er mikilvæg. Þá verður að huga mjög vel að öllum áhættum sem kaupin gætu falið í sér. Þegar greiningunni lýkur taka samningaumleitanir við. Er mótaðili reiðubúinn að selja? Hversu mikið þarf að greiða? Við höfum reynsluna til að vera kaupendum til ráðgjafar í samningaviðræðum og við ákvarðanatöku. Ef af kaupum verður leggjum við á ráðin um áreiðanleikakönnun og komum að skjalagerð og lokafrágangi viðskiptanna. 
 

SAMRUNAR

Sameining fyrirtækja getur verið leið til að leysa mikil verðmæti úr læðingi fyrir eigendur þeirra. Við veitum aðilum ráðgjöf varðandi aðferðafræði við ákvörðun skiptihlutfalla, komum að mati á þeim stærðum sem máli skipta og veitum ráðgjöf um endanleg skiptihlutföll. Ef af samruna verður erum við eigendum til ráðgjafar um skipulagning og framkvæmd áreiðanleikakannana, skjalagerð og lokafrágang.